Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 21:12:38 (253)


[21:12]
     Finnur Ingólfsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Eins og fram kom hjá hæstv. forseta upplýstist það að hæstv. heilbr.- og trmrh. mun vera á leiðinni til landsins. Nú er það svo að ég er næstur á mælendaskrá og ætlaði einvörðungu að fjalla um og spyrja ákveðinna spurninga er snúa að heilbrigðis- og tryggingamálunum, mjög svipaðra spurninga og hv. þm. Svavar Gestsson spurði áðan og ekki hafa fengist svör við. Nú kann það að vera og það verður þá að vera mat hæstv. umhvrh., sem ég vildi gjarnan fá að heyra hér í, hvort hann treystir sér til að svara þeim spurningum er snúa að heilbr.- og trmrn. sérstaklega er að þessum málaflokki lýtur. Ef hæstv. umhvrh. treystir sér til þess er ég í sjálfu sér tilbúinn til að halda mína ræðu. Ef hins vegar ekki þá óska ég eftir því að fá að fresta ræðu minni þar til hæstv. heilbr.- og trmrh., sem er að koma núna til landsins, er kominn í hús. ( Gripið fram í: Er ekki rétt að allir fresti ræðum sínum þar til hann er kominn?)