Fjárlög 1995

6. fundur
Þriðjudaginn 11. október 1994, kl. 21:20:05 (257)



     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Aðalrök forseta fyrir því að halda umræðunni áfram eru þau að reiknað hafði verið með því að henni lyki þó að ekki hafi verið samið um það við þingflokka. En vegna þeirra ítrekuðu beiðna sem hér hafa komið fram um það að umræðunni verði frestað þá ætlar forseti að verða við því en vill þó taka fram að það er algerlega óljóst hvaða hæstv. ráðherrar geta verið við á morgun. Það eru líkur á því að hæstv. heilbr.- og trmrh. geti verið við. Hæstv. félmrh. getur það ekki, hæstv. forsrh. ekki og það er ekki vitað um heilsufar hæstv. samgrh. Hann hefur veikindaforföll í dag og gæti þess vegna ekki komið á morgun þannig að hv. þingmenn verða að gera sér grein fyrir því að svo gæti farið að forföll verði á ráðherrabekkjum líka á morgun. En forseti vonast þá til þess að umræðunni geti lokið á morgun á tiltölulega skömmum tíma en um það verður væntanlega reynt að semja við þingflokka. ( KÁ: Forseti hefur kveðið upp úrskurð?) ( ÓRG: Hún hefur kveðið upp úrskurð.) Forseti hefur þegar kveðið upp úrskurð um það að umræðunni er frestað og treystir því að það náist samkomlag við þingflokka um að umræðunni geti lokið á tiltölulega skömmum tíma á morgun.