Fjárlög 1995

7. fundur
Miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 16:04:20 (290)


[16:04]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Það var í desembermánuði þegar var verið að fjalla um fjárlögin fyrir árið 1994 og lánsfjárlögin að við lögðum til að það yrðu ekki 11,5 milljarðar heldur 12,5 milljarðar. Það eru nú liðnir allir þessir mánuðir síðan. Síðan skýrðust málin miklu frekar á mánuðunum sem á eftir komu og fram kom að það yrði mikil vöntun varðandi það sem áætlað var varðandi húsbréfin og kom það fram í bréfi t.d. frá Húsnæðisstofnun. Það var meira en 1 milljarður og er ég ekki með þessa pappíra en mun auðvitað finna þá máli mínu til stuðnings.
    Fjmrh. heldur hér fram að matvælaniðurfærslan í ,,vaski`` hafi skilað sér til fólksins. Ég bið fjmrh. að leggja fram gögn, kjördæmi fyrir kjördæmi, máli sínu til staðfestingar.