Fjárlög 1995

7. fundur
Miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 20:58:43 (311)


[20:58]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Vissulega er það svo að það er oft meiningarmunur milli stjórnarflokka. En ég hef miklu sterkari orð heldur en meiningarmun um það þegar ríkisstjórn leggur fram fjárlög sem eins og ég nefndi áðan eru hornsteinn efnahagsstefnu hverrar ríkisstjórnar og hæstv. fjmrh. og formaður fjárln. eru ekki sammála um grundvallaratriðin sem eiga að liggja að baki í tekjuöflun. Það er ekki meiningarmunur. Það er mjög alvarlegur ágreiningur.
    Ég ítreka það sem ég sagði hér áðan að við munum fylgjast grannt með baráttu hv. þm. fyrir að taka upp fjármagnstekjuskatt sem komi inn sem liður í tekjuöflun á næsta ári. Hann má eiga vísan stuðning í það minnsta hluta stjórnarandstöðunnar hvað það snertir.