Fjárlög 1995

7. fundur
Miðvikudaginn 12. október 1994, kl. 21:05:46 (315)


[21:05]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ekki fannst mér þessi ræða lofa góðu um það að hér yrði tekin upp eðlileg skattlagning á fjármagnstekjum. Hæstv. fjmrh. var að rökstyðja það að aðstæður væru þannig að okkar umhverfi byði ekki upp á það og mundi hugsanlega ekki gera það á næstu árum og ég hlýt að lýsa yfir miklum vonbrigðum. Ef hæstv. ráðherra hefði nú tækifæri til að koma hér oftar upp, þá hefði ég gjarnan viljað spyrja ráðherrann að því: Hvaða aðstæður þurfa að vera uppi til þess að hægt sé að taka þennan skatt? Því ég sé ekki þær aðstæður sem gætu skapast þannig að þessi skattlagning hefði engin áhrif á vexti eða fjármagnsmarkað þannig að þau rök falla að mínu mati um sjálf sig.