Lyfjalög

8. fundur
Fimmtudaginn 13. október 1994, kl. 11:08:21 (349)


[11:08]
     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Vegna ræðu hv. þm. Finns Ingólfssonar vil ég ítreka það sem ég sagði áðan og hann hefur sennilega ekki heyrt að hæstv. heilbr.- og trmrh. er reiðubúinn til þess. Í samtali við mig hefur komið fram að hann er reiðubúinn til þess að höfðu samráði við landbrn. að beita sér fyrir breytingum á þessum þætti, þ.e. lögum sem snúa að sölu á lyfjum á vegum dýralækna þannig að þessi framkvæmd verði með eðlilegum hætti. Í dag er ástandið algerlega óviðunandi. Ég tek undir með hv. þm. að ekki ekki að blanda þessu saman við aðrar breytingar sem hæstv. heilbrrh. kann að vilja gera á lyfjalögunum nema þá það sem snýr að bráðabirgðalögunum. Staðfestingin á bráðabirgðalögunum og sú breyting sem verður að gera og það frv. sem er til umræðu kemur inn á það gæti hins vegar fylgst að.