Vantrauststillaga á ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

9. fundur
Mánudaginn 17. október 1994, kl. 15:09:31 (422)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Það er rétt sem hv. 8. þm. Reykn. nefndi að venjan að sú að taka vantrauststillögur til umræðu svo fljótt sem verða má. Hins vegar hefur jafnan verið gert samkomulag um það milli þingflokka hvenær sú umræða fari fram. Eins og fram hefur komið eru ráðherrar fjarverandi og væntanlega verður hæstv. forsrh. kominn til þings síðdegis á miðvikudag. Eftir þann tíma er að vænta þess að hægt sé að koma sér saman um þetta mál.