Forgangsröð kennslu erlendra tungumála

10. fundur
Mánudaginn 17. október 1994, kl. 15:46:15 (443)

[15:46]
     Kristín Einarsdóttir :
    Frú forseti. Við höfum lært dönsku sem fyrsta erlenda tungumál lengi á Íslandi og ég hef ekki enn þá séð nein rök sem mæla með því að breyta því. Þau rök sem fram koma bæði í þessari skýrslu og annars staðar eru ekki það veigamikil að ég telji ástæðu til þess að breyta forgangsröðinni. Það að fagkennarar kenni ekki dönsku í skólum eru ekki rök fyrir því að seinka því að taka upp kennslu í dönsku heldur frekar að fagkennarar kenni hana alls staðar í grunnskólunum. Auðvitað er ekki hægt að neita því að það sé eðlilegt en ekki að það verði til þess að dönskukennslu verði seinkað.
    M.a. af menningarlegum ástæðum tel ég mjög mikilvægt að við tökum upp kennslu í dönsku á undan ensku. Unga fólkið lærir ensku m.a. af fjölmiðlum þar sem við erum með meiri hlutann í t.d. sjónvarpinu á ensku. Þess vegna tel ég það mjög sterk rök að frekar eigi að byrja á dönskunni á undan dönskunni.