Lánsfjáraukalög 1994

12. fundur
Mánudaginn 17. október 1994, kl. 17:02:59 (461)

[17:02]
     Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hér er ekki um að ræða spurninguna um það að hverju meiri hluti þingsins ætlar að standa eða hefur hugsað sér að standa að heldur hvað eru eðlileg vinnubrögð og þingleg vinnubrögð. Mér finnst það einfaldlega ekki eðlilegt að byrja á því að samþykkja að það verði tekin lán til einhvers og fara síðan á eftir að samþykkja það sem á að taka lánið fyrir, þau atriði sem kalla á lántöku. Mér finnst þetta ekki eðlileg meðferð en ég ætla að láta þetta yfir mig ganga og ekki síst til þess að 2. gr. um húsbréfakerfið nái í gegn og það jafnvel á þessum degi.