Afnám tvísköttunar af lífeyrisgreiðslum

14. fundur
Þriðjudaginn 18. október 1994, kl. 14:58:08 (513)

[14:58]
     Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Aðeins örstutt. Hér var óskað eftir því að hæstv. fjmrh. yrði viðstaddur þessa umræðu. Ég tel eðlilegt að hann sé það og tek undir það með hv. þm. Ólafi Ragnari Grímssyni. Enda kemur fram í fjárlagafrv. orðrétt, með leyfi forseta:
    ,, . . .  að endurskoða þurfi starfsreglur og starfsskilyrði lífeyrissjóða auk reglna um skattlagningu lífeyrissparnaðar.`` Það er því spurning hvað felst í því að endurskoða skattlagningu lífeyrissparnaðar og nauðsynlegt að fá inn í þessa umræðu hvað hér er átt við.