Ofbeldisefni í myndmiðlum

15. fundur
Miðvikudaginn 19. október 1994, kl. 14:02:20 (576)

[14:02]
     Anna Ólafsdóttir Björnsson :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svör hans og undirtektir við þessu máli. Það sem mér þykir þó enn standa út af er hvort ástæða er til að hans mati að taka sérstaklega á þessu með þeim starfsmönnum sem heyra undir hans ráðuneyti, þ.e. þeim sem fást við löggæslu og þeim sem kveða upp dóma, þar sem hægt er að vísa til ákveðinna lagaákvæða sem beinlínis má beita til þess að herða þetta eftirlit. En það læðist að manni sá grunur að stundum þurfi ákveðna hvatningu til að þessum lögum sé framfylgt og það séu gerðar viðeigandi ráðstafanir til að lögregla og dómsmálayfirvöld geti framfylgt sínu hlutverki í þessum efnum.