Tilkynning um utandagskrárumræðu

16. fundur
Fimmtudaginn 20. október 1994, kl. 10:33:18 (600)

[10:33]
     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegur forseti. Ég hlýt út af fyrir sig að fagna því að hér sé boðuð utandagskrárumræða um fréttaflutning sjónvarpsins á samanburði á verðlagi búvara, en ég hlýt að spyrja, virðulegur forseti, er þetta ekki umræða sem eðli málsins samkvæmt hefði átt að beina til menntmrh. sem er sá ráðherra sem fer með málefni sjónvarpsins eða Ríkisútvarpsins og ég vil þess vegna spyrja virðulegan forseta undir þessum lið hvort það séu engar starfsreglur af hálfu forsetaembættisins varðandi það hvert beiðnum um svar við utandagskrárumræðu er beint, hvort hægt er að beina hvaða málefni sem er til hvaða ráðherra sem er. Ég hef að vísu eilítið á tilfinningunni að þarna sé meira um það að ræða að það sé klaufaskapur í því hvernig beiðnin er sett fram, en ég hlýt hins vegar að vekja athygli á þessu við forseta.