Héraðsskólinn að Núpi

16. fundur
Fimmtudaginn 20. október 1994, kl. 10:50:39 (605)

[10:50]
     Ágústa Gísladóttir :
    Virðulegi forseti. Hv. 2. þm. Vestf. taldi ekki ástæðu til að skipa nefnd um málefnið sakir þess að ekkert hafi verið gert með álit nefndar sem skipuð var um málefni Reykjanesskóla. Flm. þessarar tillögu

telja nauðsynlegt að vinna þá undirbúningsvinnu sem nefndinni er ætlað til að hægt sé að ákveða með áframhaldandi rekstur þessara stofnana. Það er hins vegar nauðsynlegt að fylgja þessum málum eftir og sjá til þess að menntmrh. í þessu tilfelli fylgi málinu eftir á síðari stigum.