Fréttaflutningur ríkissjónvarpsins af verðmun á landbúnaðarvörum

16. fundur
Fimmtudaginn 20. október 1994, kl. 14:06:31 (648)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Forseti biður hv. alþingismenn að misnota ekki þennan rétt sinn í þingsköpum að fá að bera af sér sakir. Forseti hefur ekki getað greint að þingmenn þyrftu að bera hér af sér sakir. Það er mikill greinarmunur á því að fara í málefnalega umræðu og skiptast á skoðunum eða bera af sér sakir. ( EgJ: Ég verð mjög fljótur.) Ætlar hv. þm. að bera af sér sakir? ( EgJ: Já.) Og ætlar hann að skýra frá því í upphafi síns máls hvaða sakir það eru? ( EgJ: Já, já.) Þá getur forseti ekki neitað hv. þm. uð orðið.