Fjáraukalög 1994

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 16:04:37 (701)

[16:04]
     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Í þeim áætlunum sem menn höfðu gert bjuggust menn við að gjaldeyrisvarasjóðurinn kynni að lækka um allmarga milljarða á þessu ári þannig að það kemur ekki á óvart. Hin venjulega viðmiðun hefur verið sú að gjaldeyrisvarasjóðurinn dygði fyrir tilteknum vöruinnflutningi tiltekinn mánuð, þ.e. vöruflutningi þjóðarinnar í tvo til þrjá mánuði. (Gripið fram í.) Við erum verulega fyrir ofan þau mörk. Verulega fyrir ofan þau mörk.