Lánsfjárlög 1995

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 18:31:08 (732)

[18:31]

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Þetta fer að verða stórkostlegt hjá hæstv. fjmrh. Nú kemur hann og segir það hér að forsendan fyrir því að lánsfjárþörf ríkisins sé svona lítil sé að allir aðrir séu ekkert á markaðinum, eða með öðrum orðum ráðherrann getur haldið sér við þetta og þar með lága vexti ef sveitarfélögin, heimilin og atvinnufyrirtækin auka ekkert umsvif sín. Aðilarnir sem hafa verið að minnka þau. Þar með var hæstv. fjmrh. að segja það að ef það verður sams konar aukning hjá sveitarfélögunum á markaðinum, aukning eins og hefur verið á þessu ári og fyrirtækjunum þá standist hið lága vaxtastig ekki vegna þess að þá þurfi heildarmagnið sem verið er að sækja að stækka.
    Nei, hæstv. fjmrh., svörin hér staðfesta auðvitað þennan veika grunn enn á ný. Varðandi þetta línurit hér og við skulum bara ræða það síðar í umræðunni þá er kjarninn í málinu bilið á milli markaðarins og ríkispappíranna. Það er kjarni málsins. Að markaðurinn hefur búið til annan veruleika en þann sem fjmrn. er að halda uppi með aðstoð Birgis Ísleifs Gunnarssonar, Steingríms Hermannssonar og annarra starfsmanna Seðlabankans.