Lánsfjárlög 1995

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 21:37:29 (750)

[21:37]
     Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson) (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég kemst nú ekki hjá því að vekja athygli á því að ráðherrar þurfa dag eftir dag að hlýða á það frá hv. þm. að þeir séu ekki komnir og þeir séu ekki viðstaddir o.s.frv. en nú bregður svo við að einn ákveðinn hv. þm. er ekki mættur til leiks og tefur þingstörfin með fjarveru sinni. Ég held að það sé ágætt að það a.m.k. komist til skila bókarinnar vegna, virðulegi forseti.