Lánsfjárlög 1995

18. fundur
Þriðjudaginn 25. október 1994, kl. 21:40:34 (753)

[21:40]
     Jón Kristjánsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég vildi mælast til þess að hæstv. fjmrh. léti af tilraunum sínum til þess að reyna að stjórna þinginu. Hann verður kannski kandídat til þingforseta eftir kosningar en ekki verður kosið fyrr en 8. apríl svo það er nógur tími til stefnu.
    Erindi mitt í stólinn var reyndar að segja að ég hef ekkert á móti því að talað verði fyrir einhverju öðru máli á meðan beðið er eftir hv. 9. þm. Reykv. og haldið svo áfram þegar hann kemur. Fyrir mína parta hef ég ekki á móti því.