Takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu

19. fundur
Miðvikudaginn 26. október 1994, kl. 15:28:23 (809)

[15:28]
     Jón Kristjánsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Mér finnst jákvætt út af fyrir sig að hæstv. sjútvrh. upplýsir að embættismenn hans í Brussel séu að athuga tolla á síld. Hins vegar fannst mér athyglisvert það sem fram kom í hans máli hvað hann var vongóður um þessi mál, að sanngirnissjónarmið mundu ráða um að viðskiptakjör okkar versnuðu ekki eftir inngöngu Svíþjóðar og Finnlands, ef af verður. Ég hef ekki verið svona bjartsýnn og hef aldrei ímyndað mér annað en að þessi mál yrði að afgreiða eða reyna að fá fram í tengslum við einhverja heildarsamninga um samskipti okkar við Evrópubandalagið. Ég vil því spyrja: Er von til þess að við getum gengið frá þessu máli sérstaklega? Er von til þess að það sé möguleiki án þess að það sé hluti af heildarsamkomulagi?