Takmörkun á ráðstöfun síldar til bræðslu

19. fundur
Miðvikudaginn 26. október 1994, kl. 15:31:12 (811)

[15:31]
     Ingibjörg Pálmadóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég spurði hæstv. sjútvrh. þriggja spurninga og hann svaraði tveim af þeim. Ég þakka honum fyrir þau svör. Í fyrsta lagi spurði ég hann varðandi útflutning á síld til Rússlands, um tryggingu, og hann taldi að útflutningstrygging yrði samþykkt í ríkisstjórninni og það eru góðar fréttir. Síðan spurði ég hann um tollalækkun hjá Evrópusambandinu af því að hann talaði um það á fiskiþingi að það væri í bígerð og góðar fréttir frá Brussel en ég heyri að engar fréttir eru góðar fréttir í hans huga því það var ekkert beint svar við þeirri spurningu. Í þriðja lagi spurði ég hann að því hvort hann væri sammála hæstv. forsrh. þar sem hann sagði að síldveiði og vinnsla væri verðlagt á 34 millj., það var ekki til fleiri fiska metið í hans huga. Ég vildi spyrja hann að því hvort hann mæti ekki síldarvinnslu á hærri upphæð en 34 millj.