Tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum

19. fundur
Miðvikudaginn 26. október 1994, kl. 15:57:27 (821)

[15:57]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég ætlaði nú að vísu að svara í lokin en um fyrirspurnir hv. þm. hef ég ekki mikið að segja. Ég veit ekki betur en þær tilraunir sem hafa verið gerðar og sú ræktun sem grundvöllur var lagður að á Reykhólabúinu að þeim tilraunum sé haldið áfram að Hesti, ekki veit ég betur. Jarðræktartilraunir halda auðvitað áfram á öðrum stöðum þó hætt sé á Reykhólum. Þessi tilraunastöð var lögð niður, eins og hér kemur fram, á árinu 1990.
    Um Fóðuriðjuna í Ólafdal hef ég í rauninni ekki mikið að segja. Ég hygg að hér sé ekki verið að tala um gamla bændaskólann heldur grænfóðurverksmiðjuna þar. Það hafa verið gerðar tilraunir þar til þess að halda áfram ræktun þar og gerð tilraun til útflutnings á graskögglum til Grænlands sem hefur gengið svona misjafnlega en þau viðskipti hafa þó haldið áfram og orðið til þess að frekari viðskipti hafa tekist og tilraunir hafa m.a. verið gerðar til útflutnings á lambakjöti til Grænlands og áburði sömuleiðis. Um verð

á eignum tilraunastöðvarinnar er mér ekki kunnugt en skal setja mig inn í það. Mér er ekki kunnugt um það hvað hreppurinn gerir við þessar eignir.