Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 13:57:25 (834)

[13:57]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Hv. síðasti ræðumaður var ekki við umræðuna hér áðan þannig að það fór fram hjá honum því miður þegar hv. þm. Páll Pétursson gaf hér þá yfirlýsingu að í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið hefði verið fólgið hættulegt afsal á fullveldi og stjórnarskrárbrot. Ég hefði viljað inna hv. þm. Halldór Ásgrímsson og formann Framsfl. eftir því hvort hann sé sammála þessari skoðun og þá jafnframt hvort hann sé sammála þeirri túlkun hv. þm. Páls Péturssonar að þrátt fyrir stjórnarskrárbrot og hættulegt fullveldisafsal sé engin ástæða til þess að segja samningnum upp.