Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 14:18:28 (842)

[14:18]
     Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég tek undir síðustu orð þingmannsins en því er ekki að neita að okkur greinir á í þeim efnum hvernig við vinnum best að framgangi mála sem við konur viljum hafa áhrif á. Ég er alveg föst í þeirri trú minni að þar náum við bestum árangri í blönduðum hópum karla og kvenna. Þannig er þjóðfélagið allt. Við erum hluti af ákveðinni heild og þess vegna dró ég einnig fram þennan ríka þátt sem farinn er að verða á Norðurlöndunum og samsetningu ríkisstjórnar Ingvars Carlssonar en við skulum ekki gleyma því að konurnar sem við störfum með á norrænum vettvangi eru búnar að fara í gegnum ákveðið ferli sem við erum inni í núna og hafa náð umtalsverðum árangri og þess vegna er mjög mikilvægt líka að læra af þeirra baráttuaðferðum og flytja þær hingað heim.