Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

20. fundur
Fimmtudaginn 27. október 1994, kl. 17:02:16 (881)

[17:02]
     Tómas Ingi Olrich (andsvar) :
    Herra forseti. Ég vil taka undir þau orð hv. þm. Björns Bjarnasonar áðan þegar hann veitti andsvar við orðum hv. þm. Páls Péturssonar að það er fáránlegt að tengja nafn Sjálfstfl. við þann hégóma sem stefna Framsfl. í utanríkismálum er og einkum og sér í lagi í málefnum ESB.
    Að því er varðar þessa yfirlýsingu hv. þm. Páls Péturssonar þá er stjórnarskráin grundvallarlög og það getur ekki verið að sá maður sem telur að þessi grundvallarlög hafi verið brotin geti sætt sig við það að samningur sem við búum við sé brot á stjórnarskránni. Hann hlýtur að nota fyrsta tækifærið sem gefst til þess til þess að leiðrétta þetta brot á grundvallarlögum íslenska lýðveldisins.