Elín R. Líndal fyrir StG

21. fundur
Mánudaginn 31. október 1994, kl. 15:04:10 (891)


     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf, dagsett 27. okt. 1994:
    ,,Þar sem ég vegna sérstakra anna get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. v., Elín R. Líndal hreppsstjóri, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.
    Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegi forseti.
Stefán Guðmundsson, 4. þm. Norðurl. v.``