Hvalveiðar

22. fundur
Mánudaginn 31. október 1994, kl. 16:12:15 (919)




[16:12]
     Pétur Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég vil fagna sérstaklega þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram um að vilji sé fyrir því að hefja hrefnuveiðar og hvet til þess að það verði gert heldur fyrr en síðar.
    Við stöndum frammi fyrir minnkandi afla og afkoma þeirra sem sjóinn stunda er erfið um þessar mundir og þess vegna er kannski þýðingarmeira núna en nokkru sinni fyrr að við nýtum þá möguleika sem við eigum, nýtum þær auðlindir sem eru hér í kringum landið. Ég vonast til að þessi þáltill. komist sem fyrst á dagskrá og verði afgreidd þannig að þessar veiðar geti hafist hið allra fyrsta.