Glasafrjóvgun

22. fundur
Mánudaginn 31. október 1994, kl. 17:08:34 (942)



[17:08]
     Fyrirspyrjandi (Guðmundur Hallvarðsson) :
    Virðulegur forseti. Ég er hér með fyrirspurn til heilbr.- og trmrh. um glasafrjóvgun. Það er svo að þetta mál hefur verið mjög í umræðunni um nokkuð langan tíma og í sjálfu sér allrar athygli vert það framtak sem hefur gerst með flutningi á þessari framkvæmd af erlendri grund til Landspítalans.
    Ég hef lagt hér fram svohljóðandi spurningar:
    1. Hvað líður stækkun glasafrjóvgunardeildar kvennadeildar Landspítalans sem ráðherra tilkynnti um sl. vor?
    2. Hve langir eru biðlistar fyrir glasafrjóvgun?
    3. Hvað tekur langan tíma fyrir þá sem síðastir eru í röðinni nú að komast að?
    4. Hvernig hefur meðferð þeirra sem á deildina hafa komið tekist?
    5. Er verið að vinna að því að taka upp frystingu fósturvísa og að öðrum tækninýjungum, svo sem smásjárfrjóvgunum?