Greiðsla sveitarfélaga til Atvinnuleysistryggingasjóðs 1994

22. fundur
Mánudaginn 31. október 1994, kl. 18:24:17 (971)


[18:24]
     Fyrirspyrjandi (Ingibjörg Pálmadóttir) :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. félmrh. svörin. Það kom í ljós að af þeim 600 millj. sem sveitarfélögin hafa þegar greitt er búið að greiða 176 millj. til þessara átaksverkefna. Hann telur að það séu um 567 millj. sem búið er að tryggja og það kemur mér svolítið á óvart vegna þess að átaksverkefnin voru ekki mörg í sumar og þau eru ekki mörg í gangi einmitt á þessu augnabliki. Mér finnst því mjög skrýtið að geta ekki fengið þessar rauntölur. Við reyndum á sama tíma í fyrra að fá rauntölur. Okkur var sagt afskaplega

rangt til eins og kom fram í fyrri ræðu minni. Þá var okkur sagt að það væru 300 millj. farnar í þessi verkefni þegar kemur svo í ljós að það fóru aldrei nema 173 millj. En ég vona að þetta séu samt réttar upplýsingar þó að ég hljóti að rengja þær.
    Það er alveg rétt hjá hæstv. ráðherra að það er mikilvægt að sveitarfélögin haldi uppi atvinnu. En þurfa peningarnir að fara þessa hringferð? Ég treysti sveitarfélögunum í landinu til að sjá um þetta sjálf. Þetta er ekkert annað en skattur á sveitarfélögin. Það kemur náttúrlga greinilega í ljós þegar maður skoðar árið 1993 og ég ætla að nefna eitt dæmi.
    Á Akranesi er mikið viðvarandi atvinnuleysi. Þar borgar sveitarsjóður 12 millj. í þennan sjóð. Hvað fær hann til baka? 3 millj. á þessu ár. Það kemur mér því satt að segja á óvart ef þessar 567 millj. fara aftur til þessar verkefna en ég segi bara: guð láti gott á vita ef svo er.