Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 18:46:52 (1006)


[18:46]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Að sjálfsögðu verður þetta gert í áföngum. Það gæti ekki gengið að fara að yfirfæra til sveitarfélaganna á einu bretti kostnaðinn við grunnskólann ef þau ættu ekki að koma því til framkvæmda fyrr en um aldamótin.