Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 18:47:28 (1007)


[18:47]
     Svavar Gestsson (andsvar) :
    Ég skil það svo, hæstv. forseti, að það sé sem sagt ætlunin að setja hér fjóra stalla í lögin um tekjustofna sveitarfélaga og um staðgreiðslu tekjuskatts þannig að það sé alveg skýrt og ég þakka fyrir þau svör, en þau hafa ekki fengist áður. Þetta hefur ekki legið fyrir áður. Og það hefur heldur ekki legið fyrir sem ég ætla að spyrja hæstv. ráðherra um að síðustu á þessum sekúndum sem ég á eftir, það er þetta: Hvaða ákvæði frv. koma í staðinn fyrir 54. gr. laga um grunnskóla sem kveða á um rétt barna til sérkennslu? Hvaða ákvæði eru það nákvæmlega? ( Menntmrh.: Ég svara þessu seinna.)