Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 18:53:12 (1011)


[18:53]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Ósköp gengur mönnum illa að skilja þetta, herra forseti. Í fjárlögum fyrir árið 1995 verður sá kostnaður sem fylgir því að greiða kennaralaun og stjórnunarkostnað skóla, auðvitað verður hann inni í fjárlögum. Það sem kann að breytast er að með nýjum lögum verði einhver meiri kostnaður fyrir haustmissirið 1995. Og halda menn virkilega að þetta sé eitthvað óleysanlegt dæmi? Sá kostnaður sem ríkið hefði greitt beint til kennaranna fer þá í gegnum sveitarfélögin. Þessir peningar verða fyrir hendi vitanlega. Ef það er einhver aukinn kostnaður sem fylgir nýjum lögum, þá hefur annað eins gerst og að það yrði leyst með fjáraukalögum, ef svo er. Ég ætla ekkert að segja um það hér og nú hver aukinn kostnaður félli til á haustmissirinu 1995. Ég trúi ekki að hann verði mikill vegna þess að þetta gerist í þrepum. ( RA: Með bráðabirgðalögum?) Nei. Með fjáraukalögum, sagði ég, ekki bráðabirgðalögum.