Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 18:56:35 (1013)


[18:56]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (andsvar) :
    Herra forseti. Það er nú einfalt að svara síðari spurningunni. Auðvitað eru kennarar ekkert ráðnir samkvæmt öðrum lögum en gilda á hverjum tíma sem þeir eru ráðnir. Skárra væri það nú ef ætti að fara að ráða kennara eftir einhverjum frumvörpum sem væru til meðferðar í þinginu. Þetta hélt ég að lægi nú alveg ljóst fyrir.
    Ég veit allt um það, eins og einn ágætur þingmaður sagði gjarnan sem einu sinni var á þingi, að hv. þm. Pétur Bjarnason er kvaddur til starfa hér sem þingmaður en ekki sem hreppstjóri og ég talaði líka við hann sem slíkan, meira að segja sem þingmann Framsfl.