Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 19:04:56 (1019)


[19:04]
     Svavar Gestsson (um fundarstjórn) :
    Virðulegi forseti. Ég verð að segja að mér þykir vænt um að heyra það sem hv. þm. og hæstv. forseti, Valgerður Sverrisdóttir, sagði hér áðan. Ég kannast ekki við að slíkt samkomulag hafi verið gert. Auðvitað getur vel verið að einhverjir hafi gert það án þess að ég viti það. En það er ánægjulegt að það liggi fyrir að menn hafi ekki bundið sig í báða skó í þessu stóra máli vegna þess að bersýnilega er mjög mikið órætt.