Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 19:05:30 (1020)

[19:05]
     Jóhann Ársælsson (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég var á fundinum hjá forseta þegar rætt var um að halda kvöldfund. Samkomulag varð um að það yrði kvöldfundur. Það var sérstaklega tekið fram að um væri að ræða kvöldfund en ekki næturfund. Það var settur fyrirvari bæði frá mér og fleirum um að það þyrfti náttúrlega að skoðast sérstaklega ef það stefndi í að fundurinn stæði lengur en fram undir miðnætti eða svo.