Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 19:07:50 (1022)


[19:08]
     Forseti (Gunnlaugur Stefánsson):
    Forseti vill taka fram í tilefni af ummælum hv. þm. að hann skildi það svo á forsætisnefndarfundi sem haldinn var á nánudag að það ætti að reyna að ljúka umræðu um þetta mál á fundinum. Vel kann að vera að skilningur manna á þeim fundi hafi verið annar og að annað hafi komið fram á fundi þingflokksformanna en mér hefur ekki verið tilkynnt annað en það að ætlunin hafi verið sú að ljúka umræðunum í kvöld og ekkert mælir gegn því að það verði ekki hægt. Nokkrir hv. þm. eru á mælendaskrá en kvöldið er líka langt.