Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 19:08:38 (1023)


[19:08]
     Menntamálaráðherra (Ólafur G. Einarsson) (um fundarstjórn) :
    Herra forseti. Ég var á fundinum, ég var beðinn að mæta þar. Ég vissi ekki annað en ég væri beðinn að mæta þar sem menntmrh. því til umfjöllunar var sú umræða sem hefur farið fram í dag en raunar mætti ég þar líka sem fulltrúi þingflokks sjálfstæðismanna.
    Ég vil staðfesta að það sem við ræddum var að það gæti orðið kvöldfundur, reynt yrði að ljúka umræðunni en ekki var ákveðið að ljúka henni. Hæstv. forseti hefur þá ekki fengið nákvæmar upplýsingar. Auðvitað læt ég svo í ljós von um að okkur takist að ljúka henni.