Grunnskóli

23. fundur
Þriðjudaginn 01. nóvember 1994, kl. 19:09:24 (1024)


[19:09]
     Valgerður Sverrisdóttir (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Aðeins til að staðfesta að hæstv. forseti fór áðan með rétt mál að á fundi forsn. á mánudaginn var rætt að umræðu um grunnskóla yrði lokið. En það var forsn. sem hafði þær skoðanir en nú kem ég hér upp sem 3. þm. Norðurl. e. og hef þær fregnir frá formanni þingflokks míns að þar hafi verið tekin önnur ákvörðun sem er samkomulag um og það hlýtur að vera hún sem gildir þó svo að forsn. hafi haft aðrar óskir á sínum fundi.