Málefni dýralækna á Vestfjörðum og afgreiðsla dýralyfja

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 13:36:30 (1038)




[13:36]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég er nú ekki viðbúinn að svara því hvernig gangi að fá dýralækna vestur. Það hefur verið samkomulag um það að dýralæknir í Dölum hafi þjónað fyrir Barðastrandarsýslu. Ég hef ekki fengið nýjar spurnir af því hvernig gengur á Ísafirði.
    Um lyfjamál bænda er það að segja að samkomulag hefur tekist milli landbrn., viðskrn. og heilbrrn. um breytingu á lögunum og þær tillögur verða lagðar fyrir Alþingi og ættu þá að vera í góðu horfi. En það er sjálfsagt að greiða fyrir því að hv. þm. geti fengið gleggri upplýsingar hjá yfirdýralækni um það hvaða horfur séu á að ráða dýralækna í héruðin fyrir vestan.