Málefni dýralækna á Vestfjörðum og afgreiðsla dýralyfja

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 13:37:29 (1039)


[13:37]
     Pétur Bjarnason :
    Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. landbrh. fyrir þessar upplýsingar sem svo sem draga ekki langt. Það sem ég er fyrst og fremst að gera er að vekja athygli á þessu máli, vekja athygli hans á þessu og ég heyrði ekki svar við spurningunni hvort hæstv. ráðherra vill beita sér fyrir því að bændur fái með skjótari hætti afgreidd dýralyf eða hvort það verður að bíða eftir þessum breytingum á löggjöfinni. En ástandið sem ríkir í þessum dýralæknamálum fyrir vestan er óviðunandi og ég vænti þess að ráðherra beiti sér fyrir því að úr því verði bætt hið fyrsta.