Setning laga og reglugerða um lífræna búvöru

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 13:49:54 (1048)


[13:49]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Unnið er að þessu máli af fullum krafti. Ég veit ekki betur en menn séu að reyna að ljúka því eins fljótt og kostur er að nauðsynlegir staðlar komi upp varðandi lífræna framleiðslu og það er gert í fyllsta samráði við þá aðila sem hafa sýnt málinu áhuga og hafa huga á því. Auðvitað veltur allt á því að vel sé að undirbúningnum staðið. Við erum að tala um nýtt mál og þeir menn sem að því verki koma hafa kynnt sér öll sjónarmið og lagt sig fram um að hraða niðurstöðum.