Flutningur ríkisstofnana út á land

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 13:59:48 (1057)

[13:59]
     Jón Kristjánsson :
    Virðulegi forseti. Í upphafi valdaferils síns skipaði hæstv. forsrh. nefnd til þess að gera tillögur um flutning stofnana út á land. Þar á meðal voru tillögur um það m.a. að flytja aðalstöðvar Rafveitu ríkisins til Egilsstaða eða Austurlands um Fljótsdalshérað ásamt fleiri tillögum. Meðan nefndin var að störfum þá setti þáv. hæstv. iðnrh. það mál í annan farveg og voru hafnar viðræður fyrir hans tilstilli við bæjarstjórn Akureyrar um stofnun fyrirtækis, hlutafélags um rekstur Rafmagnsveitna ríkisins. Nú spyr ég hæstv. iðnrh.: Hvar er þetta mál nú á vegi statt? Er ætlunin að vinna eitthvað í þessum stofnanaflutningi og finnst hæstv. iðnrh. eðlilega að þessum málum staðið?