Vegaframkvæmdir á Austurlandi

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 15:16:46 (1079)


[15:16]
     Flm. (Egill Jónsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég er þakklátur hv. 2. þm. Austurl. fyrir að hafa skýrt sína afstöðu nákvæmar. Hann hefur nú lýst yfir að hann hafi áður flutt tillögur þessa efnis á Alþingi. Ef ég veit rétt þá hafa þær verið með sama hætti, að samgrh. hefur verið falið að hafa forræði málsins. Ég ætla ekki að fara að snúa út úr orðum hv. þm. en auðvitað veit hann að slík áætlunargerð og áætlunargerð af hvaða toga sem hún er er unnin af samgrh. í þessu tilviki. Þingið vinnur ekki slíkar tillögur sjálfstætt. Það er svo annað mál að þær koma til umfjöllunar í þinginu. Ég vek athygli á að texti að tillögu sem fjallar líka um vegamál og hv. 4. þm. Austurl. er fyrri flm. að er alveg eins að þessu leyti að það er samgrh. sem er falið að vinna

verkið.