Vegaframkvæmdir á Austurlandi

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 15:24:30 (1084)


[15:24]
     Jóhann Ársælsson (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Ég vil að það komi mjög skýrt fram að ég er ekki að fordæma þau verkefni sem þarna er verið að tala um. Ég tel að greinilega hafi komið fram að vegna þess að hv. þm. finnst lítið hafa gengið að koma málum fram gagnvart sínum yfirboðurum í ríkisstjórn er hann að setja hér fram sínar skoðanir til þess að a.m.k. sé ljóst að hann vilji að lengra verði gengið í því að leggja vegi á Austurlandi en

ofan á verður. Því miður held ég að svona líti þetta út. Ég tel að hann hafi valið ranga aðferð til þess. Ég tel fulla ástæðu til að fara yfir þessi mál og skoða þau. Það er ekkert sem segir að ekki megi breyta framkvæmdaröð á Austurlandi og skoða þau mál upp á nýtt. Ég er tilbúinn að standa að því í samgn. að vinna að þeim málum. En því miður, hv. þm. hefur greinilega komið upp með það í þessari umræðu að hann hefur ekki haft þau áhrif sem hann telur æskilegust á hæstv. ráðherra.