Samstarfsörðugleikar innan lögreglunnar í Kópavogi

24. fundur
Miðvikudaginn 02. nóvember 1994, kl. 15:34:00 (1090)


     Forseti (Kristín Einarsdóttir) :
    Eins og forseti tilkynnti í upphafi fundar, þá fer nú fram utandagskrárumræða. Umræðan er um samstarfsörðugleika innan lögreglunnar í Kópavogi og fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapalaga, þ.e. hálftíma umræða, og hefur málshefjandi og viðkomandi ráðherra fimm mínútur í fyrri umferð og tvær mínútur í þeirri seinni en aðrir hv. þm. og hæstv. ráðherrar tvær mínútur í hvorri umferð. Verður dómsmrh. til svara en málshefjandi er hv. 9. þm. Reykn. og tekur hann nú til máls.