Tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 10:42:05 (1107)


[10:42]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) (andsvar) :
    Hæstv. forseti. Mér er ljúft að svara þessari fsp. Þegar ég var á ferð í Kína fyrir ári þá varð það að samkomulagi að hingað til lands kæmu tveir kínverskir sérfræðingar til að verða okkur til leiðbeiningar um það hvernig við Íslendingar gætum nýtt okkur sjávargróður og ýmislegt það sem til fellur í hafinu. Þeir dvöldust hér í sumar við Háskólann

á Akureyri og eins á Reykhólum. Ég á von á því að einhver skýrsla eða greinargerð komi frá þeim áður en langt um líður án þess að ég sé viðbúinn að svara því hér og nú. Um hitt atriðið vil ég líka segja að ég er sammála hv. þm. um að Rannsóknastofnun landbúnaðarins taki upp rannsóknir í sambandi við lífræna ræktun. Ég hef af þeim ástæðum falið Ólafi Dýrmundssyni að leggja fram tillögur um það hvernig nýta megi tilraunabúið á Sámsstöðum í því skyni og eftir atvikum í samvinnu við tilraunastöðina á Tumastöðum og á von á því að greinargerð um það efni frá Ólafi Dýrmundssyni geti legið fyrir áður en langt um líður. Jafnframt er haft í huga að tilraunastöðin á Sámsstöðum muni nýtast sem tilraunastöð fyrir jarðávexti.