Tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 10:45:05 (1109)


[10:46]
     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
    Hæstv. forseti. Ég þakka góðar undirtektir hv. þm. við það starf sem nú er unnið til að reyna að efla rannsóknastarf á sviði lífrænnar ræktunar. Ég tek undir með honum að það hefði verið ástæða til að hefja tilraunir í þessa veru fyrir mörgum árum, ég veit nú ekki hvort ég á að segja áratugum, en ég minni líka á að Búnaðarfélag Íslands á fulltrúa í stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins svo að bændasamtökin hafa auðvitað komið að þessu máli. Sannleikurinn er auðvitað sá að við Íslendingar höfum almennt ekki verið nógu vakandi á þessu sviði. Nú er þetta mál hins vegar orðið mjög brýnt fyrir okkur og það er af þeim sökum sem ég tók ákvörðun um að fela Ólafi Dýrmundssyni að leggja drög að því hvernig skynsamlega yrði staðið að rannsóknum og ég hygg að Sámsstaðir séu mjög vel fallnir til þess að miðstöðin sé þar.