Tilraunastöð í jarðrækt á Reykhólum

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 10:55:05 (1112)


[10:55]
     Páll Pétursson (andsvar) :
    Frú forseti. Ég vil sérstaklega gera athugasemdir við orðalag hv. þm. þegar hann ræddi um að Norðmenn hefðu komið og keypt laxeldisstöð í Fljótum. Það er ansi mikið

tekið upp í sig að segja að Norðmenn hafi keypt þetta fyrirtæki. Þetta fyrirtæki var afhent Norðmönnum og hvernig að því var staðið er öllum þeim til skammar sem að því komu, þ.e. þeim er afhentur fiskurinn. Í fyrsta lagi heilbrigður fiskur sem væntanlega eða hugsanlega hefur fyrir mistök verið álitinn sjúkur. Þeim er afhendur hann á spottprís og síðan þegar þeir hafa fengið fiskinn þá hafa þeir öll tök á Íslendingum og geta fengið stöðina á silfurfati.