Jarðalög

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 16:44:38 (1168)


[16:44]
     Guðrún Helgadóttir (um fundarstjórn) :
    Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að leiðrétta hv. 8. þm. Reykn. sem talaði hér af miklu þekkingarleysi um forsetaskipti. Sá virðulegur forseti sem hér situr fékk ekki einungis munnleg skilaboð um þetta heldur skrifleg einnig þannig að þessum hæstv. forseta var fullljóst að þessi ósk hafði komið fram og ég hafði orðið við henni í forsetastól. Ég vil hins vegar taka undir með hv. 8. þm. Reykn. að það er ekki í valdi ráðherra að stjórna hér umræðum. Það er í valdi þingforseta. Ég hafði fallist á þessa ósk og það hlýtur að standa. Og ég harma að sá forseti sem situr hér á forsetastól nú skuli hafa virt að vettugi bæði munnlega og skriflega skýrslu mína um að svo skuli málum háttað.