Hópuppsagnir

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 16:58:53 (1176)


[16:58]
     Félagsmálaráðherra (Guðmundur Árni Stefánsson) (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Ég get nú raunar ekki svarað fyrir fullt og fast um þetta tiltekna dæmi, þekki ekki nægjanlega vel til málavaxta í því sambandi. En í fljótu bragði gæti maður dregið þá ályktun að ákvæði þessara laga hefðu átt að gilda þar varðandi tilkynningaskyldu og upplýsingamiðlun og aðra þá þætti sem lúta að réttarstöðu starfsmanna. Að öðru leyti get ég ekki sökum vanþekkingar minnar á því máli sem hér er um spurt fullyrt neitt í þessa veru en í fljótu bragði skyldi maður ætla það, já.