Hópuppsagnir

25. fundur
Fimmtudaginn 03. nóvember 1994, kl. 17:03:53 (1179)


[17:03]
     Kristín Einarsdóttir (andsvar) :
    Herra forseti. Hv. 1. þm. Norðurl. v. minntist hér á atriði sem í raun kemur ekki þessu frv. beint við en það er vinnutímatilskipun Evrópusambandsins sem Íslendingar hafa ekki viljað taka upp. Mér þótti það mjög sérkennilegt af hverju hv. þm. var svo mikið á móti því og þess vegna langar mig til að spyrja hv. þm. hvað það er í þeirri tilskipun sérstaklega sem honum er svona illa við.